Islenska

Tónlek 2023 á Bindernæs Lýðháskólanum

2.-8. júlí 2023


Tónlek þýðir “tónaleikur” og er viku strengjanámskeið fyrir ungt fólk frá öllum norðurlöndunum á aldrinum 10-25 ára.

Á Tónlek er leikið með tónlistina, en hún jafnframt tekin mjög alvarlegum tökum. Nemendur fá einkatíma og tækifæri til þess að koma fram á tónleikum. Strengjasveitinni er skipt í þrjú stig eftir þörfum hvers og eins. Nýbreytnin í ár er að efra aldurstakmark miðast nú við 25 ára, þannig að “Senior” hljómsveitin tekst á við mjög krefjandi verkefni. Langt komnir mennta- og grunnskólanemedur geta þó einnig tekið þar þátt.

Á kvöldin verður þjóðlagatónlist og dans og síðasta kvöldið verður svokölluð “Crazy Night” þar sem allt er leyfilegt, sérstaklega ef það er fyndið.

Tónlek gefur tækifæri til þess að eignast vini á öllum Norðurlöndunum, en tónlistin er okkar sameiginlega tungumál.


Staðreyndir um Tónlek


Sumarið 2023 verður námskeiðið haldið á Lolland dagana2.-8.júlí í Lýðháskólanum í Bindernæs (Bindernæs Efterskole), með lokatónleikum í Dómkirkjunni í Maribo. (Maribo Domkirke)


Kennsla: Ca. fjórir 30 mínútna spilatímar.

Atvinnumeðleikari verður til staðar fyrir æfingar og nemendatónleika


Hljómsveit undir stjórn Damian Iorio ,sem er af enskum og ítölskum ættum (talar þó bæði sænsku og dönsku) verður aðgreind á eftirfarandi hátt:


Junior, fyrir þá yngstu

Camerata stór hljómsveit með öllum

Senior fyrir þá elstu og lengst komna með krefjandi verkefnum.


Tónleikar

Einir kennaratónleikar og þrennir nemendatónleikar auk hljómsveitartónleikanna í dómkirkjunni í Marebo.


Þjóðlagatónlist

Norræn þjóðlagatónlist og dans á kvöldin ,þar sem frábær sænskur “Riksspillemand” leiðbeinir, en öllum jafnframt velkomið að sýna eigin frumkvæði.


“Crazy Night” er kvöld unga fólksins þar sem þau geta slept fram af sér beislinu í fyndnum tónlistaratriðum eða hverju sem þeim dettur í hug og ímyndunaraflinu engin takmörk sett. Þannig lýkur vikunni.


Deildir: Yngstu nemendur geta verið frá 10 ára aldri og þurfa að geta leikið eitthvað upp í stillingar og hafa þó nokkra kunnáttu í nótnalestri.

Eldri nemendur geta verið allt að 25 ára, en lengra komnir grunn og mentaskólanemendur geta líka verið þar með.


Margbreytileiki

Tonlek býður alla áhugasama velkomna. Tónlistin sameinar alla hvað varðar aldur, kyn, tungumál eða félagslega stöðu. Tónlistin er tilfinningaþrungið tungumálmál, sem sameinar, ekki síst börn og unglinga. Hljómsveitin verður sem eitt samfélag þar sem allir taka ábyrgð og sýna samkennd. Unnið er saman þannig að heildarmyndin í tónlistinni verður stærri en hver einstaklingur.


Kennarar eru allir þekktir á sínu sviði og koma víða að frá Norðurlöndunum. Tónlek er með eftirfarandi samstarfsaðila:

Jeunesse Musicales í Noregi og Harpa International Academy á Íslandi. Auk þess hefur skapast góð samvinna á milli Riksförbundet Unga Musikanter í Svíþjóð og Musik og Ungdom i Danmark.


Hittingur

Tónlek er nokkurs konar “hittingur” fyrir unga strengjaleikara frá Norðurlöndunum, tónlistariðkendur, kennara og tónlistarstofnanir. Einnig er það hittingur fyrir áhugasama foreldra því þeir geta komið og tekið þátt, verið sínum eigin börnum innan handar og einnig annarra ef svo ber undir.


Sameiginleg áhrif

Nemendur geta haft áhrif á framkvæmd og innihald námskeiðsins með því að skrá sig í Tónlek tinged.


Gildismat

nlek vill vera þátttakandi í sjálfbærri þróun, sem miðast við jafnræði og hefur viðhorf og réttindi barna og unglinga að leiðarljósi.Tónlek (áður NYSS) hefur áður verðið haldið í Noregi (2012), Danmörku (2013), Svíþjóð (2014), Færeyjum (2015), Finnlandi (2016) Danmörku (2018) Svíðjóð (2019) Danmörku (2020 og 2021) og í Svíþjóð (2022)


Stofnandi og listrænn stjórnandi námskeiðins var upphaflega Mette Hanskov, sóló bassaleikari í Konunglegu hljómsveitinni í Kaupmannahöfn.


Námskeiðið hefur þróast mikið á þessum árum og er einstakt í sinni röð hvað varðar Danmörku og Svíþjóð, þar sem boðið er upp á einkatíma og hljómsveitarleik á mjög háu plani þar sem einnig er horft til félagslegs margbreytileika.


Listrænn stjórnandi og norrænn skipuleggjandi er nú Anne Marie Kjærulff, fiðluleikari í DR Sinfóníuhljómsveitinni í Kaupmannahöfn og kennari við Goldschmidts Tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn.


Námskeiðið er í náinni samvinnu við Musik og Ungdom í Danmörku og Riksförbundet Unga Musikanter í Svíþjóð.


Verkefnastjóri í ár verður Julie Tandrup Kock


Kennarar sumarið 2023:

Hljómsveitarstjóri: Damian Iorio


Fiðla: Erik Heide frá Svíþjóð, Guðný Guðmundsdóttir frá Íslandi og Anne Marie Kjærulff frá Danmörku


Selló: Jonas Franzon frá Svíþjóð/Finnlandi


Bassi: Joel Gonzales frá Danmörku


Píanó: Anna Franzon frá Svíþjóð/Danmörku